SKAGASTRÖND 2024

Kæru íbúar!

Áramótin eru tími endurskoðunar og vonar þar sem við lítum yfir farinn veg með þakklæti fyrir það sem hefur áunnist, lærum af reynslunni og snúum okkur af einurð að því sem framundan er.

Á árinu sem er að líða höfum við lagt okkur fram við að efla samfélagið okkar, styrkja innviði og skapa spennandi tækifæri fyrir framtíðina.

Eftir fæðingarorlof var það mér sérstök ánægja að snúa aftur til starfa og taka þátt í öllum þeim mikilvægu verkefnum sem við höldum áfram að vinna að með okkar frábæra starfsfólki og kraftmiklu íbúum sem gera Skagaströnd að einstökum stað til að lifa og starfa á.

Við skulum nýta nýja árið til að halda áfram að byggja á þeim sterka grunni sem við höfum lagt. Með samstöðu, gleði og skýrri framtíðarsýn getum við skapað enn betra samfélag fyrir alla.

Hér fylgir stutt samantekt á fjölbreyttum verkefnum og viðburðum sem áttu sér stað á Skagaströnd á síðasta ári. Hún nær yfir bæði stór og smá verkefni sem unnið var að, þó hún sé ekki tæmandi – enda er margt spennandi að gerast. Markmiðið er að gefa innsýn í starfið innan sveitarfélagsins, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Ég vona að þið njótið lestursins og þess myndefnis sem fylgir.

Samantektina má nálgast hér.

Alexandra Jóhannesdóttir

Sveitarstjóri