Magnús V. Guðlaugsson ljósmyndari færði fyrir helgi Sveitarfélaginu Skagaströnd listaverk að gjöf. Um er að ræða stóra mynd sem samsett er úr fjölda ljósmynda sem Magnús hefur tekið af görðum í bænum.
Listaverkið afhenti Magnús við opnun málverkasýningar Halldórs Árna Sveinssonar í Kælinum í Nes-Listamiðstöðinni við upphaf Kántrýdaga.
Adolf H. Berndsen tók við gjöfinni fyrir hönd sveitarfélagsins og færði hann listamönnunum að gjöf bókina Byggðin undir borginni.
Þess má geta að Magnús er fæddur á Skagaströnd og ólst þar upp til sextán ára aldurs.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri, Adolf, Halldór og Magnús og í baksýn hangir listaverk Magnúsar á vegg.