24.05.2004
KSÍ ákvað 17. maí að úthluta 60 sparkvöllum víðs vegar
um landið eftir að hafa fengið tilboð í gervigras á vellina,
en það verður hlutverk KSÍ að leggja og útvega fyrsta
flokks gervigras á vellina sveitarfélögunum að
kostnaðarlausu. Miðað er við vellir þessir verði helst
staðsettir á skólalóðum viðkomandi sveitarfélaga. Alls
bárust umsóknir um 105 velli frá 59 sveitarfélögum.
Höfðahreppur sótti um völl og fékk úthlutun.
Vellir þessir eru ca. 18x33 m. af stærð, þeir eru
upplýstir og með gervigrasi eins og áður segir. Verkefni
þetta er samstarfsverkefni KSÍ, Knattspyrnusambands
Evrópu, stjórnvalda og síðan sveitarfélaganna.
Sambærilegur sparkvöllur kom á Sauðárkrókur fyrir
nokkru og hefur notið mikilla vinsælda.
Hreppsnefnd Höfðahrepps mun á næstunni ræða við
forráðamenn KSÍ um málið í framhaldi af því verða
frekari ákvarðanir teknar. Verði af þessari framkvæmd
er ljóst að hún mun kosta sveitarfélagið fjármuni en
ekki liggur fyrir á þessu stigi hvaða upphæðir er um að
ræða.