Skagaströnd tekur við rekstri Tónlistarskóla A-Hún

Sú breyting varð um áramót að Sveitarfélagið Skagaströnd tók við rekstri Tónlistarskóla Austur Húnvetninga en skólinn var áður rekinn í byggðasamlagi Húnabyggðar og Skagastrandar.

Skólinn mun áfram þjónusta sama starfssvæði og rekstur fara fram með mjög svipuðum hætti. Við erum mjög stolt af því metnaðarfulla starfi sem unnið hefur verið í skólanum síðustu 50 ár og tökum vel á móti nýju starfsfólki í okkar góða hóp.

Starfsmannahópinn skipa:

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir skólastjóri / tonlistarskoli@skagastrond.is

Eyþór Franzson Wechner kennari / eythor@skagastrond.is

Elvar Logi Friðriksson kennari / elvarlogi@skagastrond.is

Gunnar Ingi Jósepsson kennari / gunnaringi@skagastrond.is

Louise Price kennari / louiseprice@skagastrond.is  

Hugrún Lind Pálsdóttir ræstitæknir

Ragnhildur Ragnarsdóttir ræstitæknir
 

Við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa!

Enn er hægt að nálgast allar upplýsingar um skólann hér. Upplýsingar um reikninga má nálgast hjá Hugrúnu skólastjóra eða á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 452-2700. Reikningar birtast á island.is með nafn nemanda í skýringu.