Skilafrestur í ljósmyndakeppninni er í dag

Þegar runninn er upp síðasti dagur ljósmyndasamkeppni Skagastrandar hafa borist nákvæmlega 154 ljósmyndir. 

Eftir að lauslega skoðun á innsendum myndum má segja að flestar sýni Skagaströnd í nýju ljósi eins og áskilið er í keppnisreglum. Allar eru þær mjög áhugverðar og sumar jafnvle einstaklega skemmtilega teknar. Dómnefndin mun áreiðanlega eiga í miklu erfiðleikum með að velja myndir sem sýndar verða á Hnappstaðatúni í sumar.

Í raun er það ekki fjöldi myndanna sem vekur athygli heldur hversu breiður sá hópur er sem sendir inn myndir. Borist hafa myndir frá konum og körlum, ungm sem öldnum og jafnvel börnum, sumir eru vanir ljósmyndarar aðrir eru skemmra ég veg komnir með myndavélina sína. 

Margir hafa tekið myndir sérsaklega fyrir keppnina, stillt upp fyrirsætum og smellt af einstaklega fallegum myndum. Aðrir hafa látið stundina ráða, tekið myndir sínar þegar augnablikið kallaði og þær myndir eru ekki síðri.

Minnt er á að skilafrestur í keppnina rennur út núna á miðnætti, fimmtudaginn 1. júlí. Senda skal inn myndir á netfangið radgjafi@skagastrond.is eða skila á skrifstofu sveitarfélagsins Skagastrandar á minnislykli eða tölvudiski.

Meðfylgjandi mynd er ekki í ljósmyndasamkeppninni.