Skólahald í leik-og grunnskóla fellur niður á morgun 6. febrúar vegna óvissustigs almannavarna

Skólahald í leik-og grunnskóla fellur niður á morgun 6. febrúar vegna óvissustigs almannavarna. 

Rauð viðvörun hefur verið gefin út og ekkert ferðaveður og miklar líkur á foktjóni.
 
Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra og Strandir í dag og á morgun.
Útlit er sem hér segir:
Sunnan og suðvestan rok eða ofsaveður (Rautt ástand)
5 feb. kl. 16:00 – 20:00
Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.
Sunnan og suðvestan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
5 feb. kl. 20:00 – 6 feb. kl. 03:00
Sunnan og síðan suðvestan 20-28 m/s og hviður yfir 35 m/s. Rigning, talsverð um tíma, en slydda eða snjókoma til fjalla. Foktjón líklegt og útlit fyrir raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður.
Sunnan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
6 feb. kl. 08:00 – 10:00
Sunnan 20-28 m/s og hviður yfir 35 m/s. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón líklegt og útlit fyrir raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður.
Sunnan rok eða ofsaveður (Rautt ástand)
6 feb. kl. 10:00 – 15:00
Sunnan 28-33 m/s og hviður yfir 50 m/s. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður. Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð.
Aðgerðastjórn Almannavarna (AST) á Norðurlandi vestra hefur verið virkjuð og mun starfa á meðan veðrið gengur yfir.