Skólavogin og Skólapúlsinn

Til að meta árangur og líðan í skólastarfi

Upplýsinga- og fræðslufundur um gagnsemi matstækjanna Skólavogin og Skólapúlsinn var haldinn í fundarsal Samstöðu á Blönduósi fimmtudaginn 10. nóvember s.l.

Til að kynna  matstækin komu til fundarins Gunnlaugur Júlíusson og Valgerður Ágústsdóttir, frá Samb. ísl. sveitarf. og Almar H. Halldórsson, frá fyrirtækinu Skólapúlsinum. Fundinn sóttu skólastjórnendur og sveitarstjórnamenn Skagafjarðar, Húnavatnssýslna og Bæjarhrepps.

Ávinningur af notkun tækjanna er:

      Betri yfirsýn yfir rekstur og nýtingu fjármagns

      Aukin innsýn í skólabraginn

      Samanburður á eigin frammistöðu yfir tíma

      Viðhorfakannanir geta nýst við innra mat skóla

      Samanburður við önnur sveitarfélög og skóla

      Úthlutun fjármagns til skóla

      Nýtist sveitarfélögum til að koma til móts við lögbundnar kröfur um mat og eftirlit með skólum

 

Myndir frá fundinum