Vegna veikinda verður hljómsveitin Lausir og liðugir ekki á Kántrýdögum í Kántrýbæ. í þeirra stað spila hljómsveitin Fúsleg helgi á fimmtudagskvöldið frá klukkan 23 og er frítt inn.
Á föstudagskvöldið sér hljómsveitin Sólun um fjörið í Kántrýbæ eftir klukkan 23.
Með þessum breytingum er dagskrá Kántrýdaga þessi:
Fimmtudagur 13. ágúst
Götur Skagastranda skreyttar
23:00 Upphitun í Kántrýbæ
Hljómsveitin Fúsleg helgi hitar upp fyrir á Kántrýdaga, frítt inn
Föstudagur 14. ágúst
18:00 Kántrýdagar hefjast með fallbyssuskoti
18:00 - 19:00 Lokadagur á Kofavöllum
Smábæingar bjóða alla velkomna
17:00 Ljósmyndasýning í Bjarmanesi, kjallara
Helena Mara sýnir myndir frá Skagaströnd
17:00 - 20:00 Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu
Solitude, Samsýning listamanna frá Lettlandi, Þýskalandi og
Íslandi
19:00 - 21:00 Hoppukastalar við hátíðarsvæði
19:00 - 20:00 Kántrýsúpa í hátíðartjald
BioPol ehf. býður - allir velkomnir
20:00 - 22:00 Spádómar í Árnesi
Spáð í spil, bolla og lesið í lófa
20:00 - 21:30 Dagskrá í hátíðartjaldi
21:00 Uppistand í Bjarmanesi
Madame Klingenberg með uppistand og spádóma
21:30 - 23:00 Varðeldur og söngur á Hólanesi
Allir sem eiga hljóðfæri eru hvattir til að koma með þau; gítar,
munnhörpu, trommur, flautur o.s.frv.
23:00 - 3:00 Ball í Kántrýbæ
Hljómsveitin Sólon heldur uppi fjörinu
24:00 Tónleikar í Bjarmanesi
Fannar, Haffi og gestir leika af fingrum fram
Laugardagur 15. ágúst
10:00 Þórdísarganga á Spákonufell
Lagt upp frá golfskálanum
11:00 - 13:00 Dorgveiðikeppni á höfninni, verðlaun fyrir þyngsta fiskinn
12:00 Fallbyssuskot við Bjarmanes
12:00 Ljósmyndasýning í Bjarmanesi, kjallara
Helena Mara sýnir myndir frá Skagaströnd
13:00 - 16:00 Bílskúrssala á Bogabraut 13
Kolaportsstemming, bækur, hákarl, sultur og fleira og fleira
13:00 - 17:00 Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu
Solitude, Samsýning listamanna frá Lettlandi, Þýskalandi og Íslandi.
13:00 - 20:00 Hoppukastalar við hátíðarsvæði
13:00 - 16:00 Veltibíll Sjóvár verður á hátíðarsvæðinu
14:00 - 18:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
Til sýnis með húsbúnaði frá fyrri hluta 19. aldar
14:00 Sjónlist, hljóðlist og ljóðlist í Nes listamiðstöð
Komið með pensla, sögur eða bara ykkur sjálf og takið þátt í listsköpun með Jess, Liz og Pat.
14:30 - 15:30 Hláturjóga í Bjarmanesi
Angela Basombrio býður upp á einstakt jóga
15:00 - 17:00 Bjarmanes
Valdi frá Dagsbrún kynnir nýja diskinn, „Ó borg mín“
15:30 - 17:00 Barna- og fjölskylduskemmtun í hátíðartjaldi
Töfratónar Ævintýrakistunnar
Kántrýdansar
Frímínútnakórinn
Kynnir er Atli Þór Albertsson
16:00 - 18:00 Opið hús í Nes listamiðstöð
Listamenn bjóða gestum að skoða verk sín og vinnustofur
18:00 - 20:30 Útigrill við hátíðartjald
Heitt í kolunum og frumlegasti útbúnaðurinn við grill verðlaunaður
20:00 - 22:00 Spástofan í Árnesi og Spákonutjaldið
Spáð í spil, bolla og lesið í lófa
20:30 - 23:00 Dagskrá í hátíðartjaldi
Skaggastelpusveitin Snúsnúbandið og þrír stæltir dansarar
Guðlaugur Ómar
Tríó VB
Hljómsveitin Earendel
Lúgubandið
Ingó og Veðurguðirnir
Bróðir Svartúlfs
Kynnir er Atli Þór Albertsson
23:00 Tónleikar í Bjarmanesi
Angel og Basombrio bandið
Fannar, Haffi og gestir leika af fingrum fram
23:00 - 3:00 Ball í Kántrýbæ
Ingó og Veðurguðirnir í banastuði
Sunnudagur 16. ágúst
12:00 Fallbyssuskot við Bjarmanes
12:00 Ljósmyndasýning í Bjarmanesi, kjallara
Helena Mara sýnir myndir frá Skagaströnd
13:00 - 17:00 Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu
Solitude, Samsýning listamanna frá Lettlandi, Þýskalandi og Íslandi.
13:30 - 14:30 Gospelmessa í hátíðartjaldi
14:00 - 17:00 Kaffihlaðborð í Bjarmanesi
Angela syngur
15:00 - 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
Til sýnis með húsbúnaði frá fyrri hluta 19. aldar