Húnvetningur - sögufélag efnir til fundar í Krúttsalnum á Blönduósi sunnud. 15. okt. kl. 14.00. Þar fjallar Kristján Sveinsson sagnfræðingur um kaupskipaútgerð, áætlunarsiglingar milli Íslands og nágrannalandanna, upphaf þeirra og þróun. Kristján sýnir myndir með fyrirlestrinum. Og Ingibergur Guðmundsson flytur erindi sem hann nefnir:
„Ófermd, illa uppalin, afstyrmi á vöxt og tekin af flakki“ - niðursetningurinn Júlíana Sveinbjarnardóttir og hreppsnefnd Vindhælishrepps.
Verið velkomin, áhugafólk um sögu og samfélag, komið til fundar í gamla þorpið á Blönduósi sem gengur í endurnýjun þessi misserin.
Stjórn Húnvetnings sögufélags