14.05.2003
Hressar konur og karlar alls 30 talsins ákváðu að halda upp á
kosningadaginn 10. maí, á fremur óvenjulegan hátt, með því
að ganga frá Skagaströnd til Blönduóss. Þetta er í annað
sinn sem aðstandendur námskeiðsins "Líkama og sál"
standa fyrir þessari göngu og vonandi verður þessi sólarganga
að hefð hjá íbúum svæðisins. Gengnir voru 23 kílómetrar og
tók gangan u.þ.b. 4 klukkustundir og 40 mínútur. Það var
þreyttur en ákfalega stoltur hópur sem þáði veitingar af
Framsóknarmönnum á Blönduósi að lokinni göngu.