Spákonurnar spá góðum Kánrýdögum

Árnes elsta húsið á Skagaströnd verðu opið  til sýnis milli kl. 15 til 18 um Kántrýdaga, þ.e. laugardag og sunnudag. 

Árnes er stórmerkilegt hús, 100 ára gamalt, ogþað er eins og gengið sé inn í fortíðina þegar komið er inn í húsið.

En Spákonurnar munu þar rýna í framtíðina og þær hafa fengið til liðs við sig þrjár spákonur sem verða í Árnesi á föstudagskvöldið frá kl. 18 - 21:30  og á laugardagskvöldið frá kl. 19 - 22. Þær kíkja í bolla og Tarot.

Í spátjaldinu við hátíðarsvæðið er er líka hægt að fá lófalestur á laugardagskvöldið frá kl. 20 - 22.
  
Spákonurnar spá því að hátíðin fari vel fram og margir gestir sæki Skagaströnd heim. Í huga þeirra er ekki nokkur vafi á að veðrið verður mjög gott og allir skemmti sér vel.