Þá hefur Eygló Amelía Valdimarsdóttir snyrtifræðingur unnið hörðum höndum að undanförnu við að standsetja snyrtistofu sem hún ætlar að vera með í húsnæði hárgreiðslustofunnar Vivu í rýminu þar sem áður var ljósabekkur.
Bæði þessi þjónustufyrirtæki eru þörf viðbót við atvinnuflóruna á Skagaströnd og er þeim óskað velgengni á komandi tímum.
Nýverið fékk svo Rannsóknarsetur HÍ loforð fyrir níu milljóna styrk til að vinna að verkefni um að koma bókum sáttanefnda á landinu á tölvutækt form og gera þær aðgengilegar á netinu. Þetta kallar á að ráðinn verði starfsmaður eða menn í verkið sem unnið verður í samvinnu við Héraðsbókasafnið á Sauðárkróki. Allt eru þetta góðir sprotar sem auka breiddina á atvinnulífinu hjá okkur.