Starf fræðslustjóra í Austur Húnavatnssýslu er laust til umsóknar.

 

Fræðslustjóri.

Starf fræðslustjóra í Austur Húnavatnssýslu er laust til umsóknar. Um er að ræða 80% starf hjá Félags og skólaþjónustu A-Hún sem er byggðasamlag sveitarfélaganna, Blönduósbæjar, Skagastrandar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. Undir starfið heyra leikskólar og grunnskólar í viðkomandi sveitarfélögum.

 

Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf og stuðningur við skólastarf, þar á meðal kennsluráðgjöf.

  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur skóla í ýmsum þáttum sem snúa að starfi skólanna.

  • Skipulag og eftirlit með sérfræðiþjónustu við skóla.

  • Umsjón með endurmenntun og þróunarstarfi.

  • Eftirlit með skólastarfi í fræðsluumdæminu.

  • Þverfagleg vinna að málefnum skólabarna ásamt starfsmönnum félagsþjónustu.

  • Stefnumótun í málaflokkum sem falla undir starfssvið fræðslustjóra.

  • Samskipti við aðila utan sveitarfélagsins í fræðslumálum.

     

    Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

  • Framhaldsmenntun í uppeldis- og menntunarfræðum.

  • Leik- eða grunnskólakennararéttindi æskileg og góð þekking á báðum skólastigum.

  • Þekking og reynsla af helstu skimunar- og greiningartækjum sem notuð eru innan leik- og grunnskóla.

  • Reynsla af störfum innan skólakerfisins nauðsynleg.

  • Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Góð íslenskukunnátta.

  • Reynsla af stjórnun æskileg.

     

    Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

    Nánari upplýsingar um starfið veitir:

    Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, 455 2700  netfang magnus@skagastrond.is

     

    Umsóknarfrestur er til 3. júní 2016 og skal stíla umsókn á Félags og skólaþjónustu A-Hún,  Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, merkt fræðslustjóri eða senda umsókn á framangreint netfang.