Starf framkvæmdastjóra vaxtasamnings

Framkvæmdastjóri

Vaxtarsamnings

Norðurlands vestra

Starfslýsing:

Í megindráttum felur starf framkvæmdastjórans í sér umsjón og samræmingu yfir starfi tveggja klasa þ.e. menntunar og rannsóknar, menningar og ferðaþjónustu. Framkvæmdastjóri vinnur náið með

stjórn samningsins og fer eftir stefnu og áherslum

sem settar eru af stjórn.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn og starfar á skrifstofu Vaxtarsamningsins á Sauðárkróki.

Nánari lýsing verkefna:

· Yfirumsjón með starfsemi Vaxtarsamnings

og klasauppbyggingu

· Skýrslugerð og upplýsingagjöf til stjórnar

· Kynning á starfi, markmiðum og

verkefnum Vaxtarsamnings

· Önnur verkefni sem stjórn Vaxtarsamningsins

felur starfsmanni s.s. ráðgjöf til fyrirtækja

og einstaklinga og verkefnastjórn

Kröfur um menntun og reynslu:

· Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

· Góð íslensku- og enskukunnátta

· Góð tölvukunnátta

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Frumkvæði og metnaður í starfi

Skriflegar umsóknir, sem tilgreina m.a. menntun og fyrri störf, skulu sendar á skrifstofu Blönduóssbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi, og merktar framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Norðurlands vestra.

Umsóknir skulu jafnframt sendar rafrænt á arnar@blonduos.is

Umsóknarfrestur er til 19. mars n.k.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar Þór Sævarsson,

formaður stjórnar Vaxtarsamnings Norðurlands vestra.

Netfang: arnar@blonduos.is

NÝPRENT ehf.