Starfsmaður óskast

 Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir að ráða bókara /launafulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða 100% starf.  

Starfssvið:

  • Færsla bókhalds

  • Afstemmingar

  • Launavinnsla

  • Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu

    Hæfniskröfur:

  • Reynsla af vinnu við bókhald og launavinnslu

  • Góð tölvukunnátta / þekking á Navision bókhaldskerfi

  • Geta til að vinna sjálfstætt

  • Hæfni í mannlegum samskiptum

  • Nákvæm og hröð vinnubrögð

Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð með góða þekkingu á bókhaldi og launavinnslu. Það væri kostur en ekki skilyrði að viðkomandi hafi lokið námi sem viðurkenndur bókari.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is einnig er hægt að sækja um með því að senda tölvupóst á skagastrond@skagastrond.is

Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2018.

Nánari upplýsingar veita Magnús eða Kristín í síma 455 2700.

Sveitarstjóri