Starfsmaður óskast
við sundlaugina á Skagaströnd sumarið 2017. Um er að ræða vaktavinnu og unnið um helgar skv. vaktaskipulagi. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára til að koma til greina.
Hæfni- og menntunarkröfur:
Viðkomandi þarf að vera kurteis og lipur í mannlegum samskiptum, duglegur, skapgóður og tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni. Skilyrði til að sinna starfinu er að viðkomandi hafi lokið björgunar- og skyndihjálparprófi frá viðurkenndum aðila. Boðið verður upp á slíkt námskeið starfsmanni að kostnaðarlausu. Umsækjendur þurfa að vera vel máli farnir á íslensku og hafa vald á ensku.
Umsókn
Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem umsóknarblöð fást einnig.
Umsóknarfrestur er til 22. maí nk.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gígja Óskarsdóttir, s:864 4908, og í netfanginu; ithrottahus@skagastrond.is.
Sveitarstjóri