Starfsmann vantar hjá Vinnumálstofnun á Skagaströnd

Vinnumálastofnun á Skagaströnd leitar eftir áhugasömum skrifstofustarfskrafti með góða leikni í mannlegum samskiptum, lipurð í tölvunotkun og áhuga á að skila góðu starfi.  Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum SFR.  Framhalds-eða háskólamenntun er kostur sem og reynsla af skrifstofustörfum.

Helstu verkefni Greiðslustofu Vinnumálastofnunar eru afgreiðsla umsókna um atvinnuleysisbætur og upplýsingagjöf. 

Hlutverk Greiðslustofu er að sjá um greiðslur atvinnuleysistrygginga fyrir allt landið. Á skrifstofunni á Skagaströnd starfar nú rúmlega 20 manna liðsheild.  Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband og/eða kynna sér starfsemi Vinnumálastofnunar á www.vinnumalastofnun.is  

Líney Árnadóttir forstöðukona veitir upplýsingar í síma 455 4200 og tekur við umsóknum ásamt ferilskrá á netfangið liney.arnadottir@vmst.is.