Steindór R. Haraldsson fer holu í höggi

Tveir félagar í Golfklúbbi Skagastrandar fór hring á golfvellinum í góða veðrinu um klukkan 17 gær. Þetta voru þeir Steindór R. Haraldsson og Lárus Ægir Guðmundsson. 

Á sjöundu braut, sem er par 3, lentu þeir í vandræðum því kúlan hans Steindórs fannst ekki hvernig sem þeir félagar leituðu. Þannig háttar til að flötin sést ekki frá teignum og slá menn því nokkuð blint en notast við mið í fjarska.

Lá nú við að þeir gæfust upp á leitinni. Datt þá Lárusi í hug að benda Steindóri á að kíkja ofan í holun því hann var nær henni. Nei, fussaði og sveiaði Steindór, hélt að það gæti nú alls ekki verið. En viti menn. Þarna lá kúlan ofan í þeirri holu sem næstum allir golfarar taka fram yfir aðrar.

Þetta er verulega ánægjulegur atburður enda er Steindór fyrsti félaginn í klúbbnum sem hefur farið holu í höggi – a.m.k. hér á Skagaströnd.
 
Ástæða er til að óska Einherjanum Steindóri innilega til hamingju með afrekið og ekki síður Lárusi Ægi fyrir að hafa verið einherjanum til hvatningar til dáða allan hringinn og gert honum afrekið kleyft.

Þess má geta að báðir, Steindór og Lárus Ægir, eru í sóknarnefnd ...