Stöndum saman og gefum öll í söfnunina hundraðkall á haus.

Nú er síðasti dagur sameiginlega söfnunarátaks Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar.

 

Einkunnarorð söfnunarinnar eru Stöndum saman og rennur söfnunarféð óskert til verkefna innanlands til að sinna brýnni þörf á erfiðum tímum.


Um er að ræða símasöfnun þar sem hringt er í eitt númer 90 15 100 og þá dragast 100 krónur frá næsta símreikning.

 

Samtökin leggja áherslu á að hafa upphæðina þetta lága til að allir geti lagt sitt að mörkum og lagt átakinu lið burtséð frá efnum og aðstæðum hvers og eins.

 

Stöndum saman og gefum öll í söfnunina

hundraðkall á haus.

 

Skagastrandardeild RKÍ