Vinnumálastofnun og Velferðarráðuneyti hafa auglýst styrki til atvinnumála kvenna lausa til umsókna. Skilyrði er að verkefnið eða hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum:
- Sé í eigu konu og stjórnað af konu
- Feli í sér nýnæmi eða nýsköpun
- Feli í sér atvinnusköpun til frambúðar
- Hugmyndin sé vel útfærð
Veittir eru styrkir til að gera viðskiptaáætlun, til markaðssetningar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar.
Ennfremur geta konur, sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og ætla að stofna fyrirtæki eða hafa stofnað það, sótt um styrk.
Heildarfjárhæð styrkja nema 30 milljónum króna og er hámarksstyrkur til eins verkefnis tvær milljónir króna. Ekki eru veittir lægri styrkir en 300 þúsund krónur.
Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar nk. og á að sækja um styrk á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is.