Styrkir úr Atvinnuþróunarsjóði Skagastrandar

 

Atvinnumálanefnd Skagastrandar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Atvinnuþróunarsjóði Skagastrandar.

Umsóknarfrestur er til kl. 17:00 þann 15. nóvember 2014 og skal skila umsóknum á sérstöku umsóknarformi sem er aðgengilegt á heimasíðunni www.skagastrond.is (hér)

Um Atvinnuþróunarsjóð:

Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í Sveitarfélaginu Skagaströnd. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu, sem og að laða að verkefni og athafnafólk.

Styrkir sem veittir eru úr asjóðnum eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir, styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða til að greiða skuldir.

Umsóknir

  • Sótt er um á þar til gerðu umsóknarformi sem er aðgengilegt á  á vefsíðunni http://www.skagastrond.is

  • Umsóknir sem berast eftir lok skilafrests eða uppfylla ekki kröfur um umbeðnar upplýsingar koma ekki til greina við úthlutun.

  • Umsækjendur geta verið einstaklingar, félög og/eða fyrirtæki.

  • Umsókn skal miðast við að framkvæmd hugmyndar eða meginumsvif vegna verkefnisins verði á Skagaströnd. Við mat umsókna verður gerð lágmarkskrafa um samfélagsleg áhrif verkefnis.

  • Í umsókn skal gera skýra grein fyrir verkefninu, markmiðum þess og væntum árangri.

  • Umsækjendur skulu gera skýra grein fyrir tímaáætlun og áætluðum heildarkostnaði við verkefnið.

Úthlutun styrkja

Til úthlutunar í desember 2014 verða allt að 2 milljónir króna.

Veittir eru styrkir til að standa straum af allt að 50% af heildarkostnaði við viðkomandi verkefni. 

Upphæð styrkja getur verið frá 100.000 kr. til 1.000.000.

Nánari lýsing á forsendum úthlutunar er í fylgiblaði með umsóknarformi.

 

 

Skagaströnd, 29. október 2014

 

Sveitarstjóri