Tómstunda- og menningarmálanefnd auglýsir eftir umsóknum um styrki úr menningarsjóði Skagastrandar.
Styrkir eru veittir samkvæmt samþykkt um menningarsjóðinn og miða að því að styrkþegar efli menningu í sveitarfélaginu.
Er þá átt við myndlist, tónlist, leiklist, ritlist, varðveislu menningar, menningarviðburði og yfirleitt flest það sem flokka má sem menningu. Sjá nánar hér:
http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/menningarsjodur2009.pdf
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
- Umsækjandi eigi heimilisfesti í sveitarfélaginu
- Umsóknin falli að markmiðum sjóðsins.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 22. maí 2009.
Fyrir hönd tómstunda- og menningarmálanefndar
Jensína Lýðsdóttir, formaður