Styrkir úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu

Þróunarsjóður framhaldsfræðslu auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu, sbr. lög um framhalds- fræðslu nr. 27/2010.

Forgangssvið við úthlutun árið 2011 eru:
  • Námsefnisgerð í framhaldsfræðslu 
  • Nýsköpunarverkefni í framhaldsfræðslu
  • Undirbúningur/grunnvinna fyrir rannsóknir
Viðmiðin sem Þróunarsjóðurinn gengur út frá við val á verkefnum eru að þau:
  • Nái til þeirra sem falla undir ramma laganna um framhaldsfræðslu
  • Mæti sýnilegri þörf fyrir menntunarúrræði í framhaldsfræðslu
Áhersla er lögð á að öll verkefni sem sótt er um styrk til séu vel undirbúin og umsóknir vandaðar. Kostur er að verkefni sé samstarfsverkefni. Verkefni sem styrkt eru mega ná yfir tvö ár frá úthlutun.

Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað má nálgast á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is sem jafnframt er umsjónaraðili verkefna sjóðsins.

Umsóknarfrestur er til 6. maí 2011

Umsækjendum er bent á að kynna sér lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og úthlutunarreglur sjóðsins sem má nálgast á www.frae.is.