Veðurstofu Skagastrandar barst í morgun meðfylgjandi gerfitunglamynd frá veðurhnettinum HBY11LL sem sveimar stjórnlaus að morgni dags yfir norðurhveli jarðar. Með myndinni barst óundirrituð kveðja til Skagstrendinga með þakkir fyrir unaðsríka daga á síðustu Kántrýhátíð og er beðið um lagið Súddirarirei með Gylfa Ægissyni ...
Á myndinni má greina hluta af Skagaströnd og þá sérstaklega brunahanann sem ávallt er fyrstur á fætur á morgnanna. Auk þess má glöggt sjá eftirfarandi:
- Hitastigið er -0,8 gráður
- Vindgangur er enginn, núll, zero, nada, null, nothing ... og blés’ann fyrir tíu mínútum af suðaustan, af norðan fyrir tuttugu mínútum og vestan fyrir þrjátíu. Í logni blæs helst í hviðum, en hvorki hljómkviðum eða hljómhviðum
- Af brunahananum má greina að loftþrýstingur er stöðugur í 128 hPa
- Engar væntingar er af Icesave miðað við stöðu brunahanans sem hefur ekki færstu úr stað síðan í gær.
Af ofangreindum má ráða að gott veður er á Skagaströnd og mettir allir kviðir. Það er gott mál nema á milli mála.