Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir sumarstörf við ýmis útiverkefni í sumar fyrir framhaldsskólanema 17 ára og eldri.
Vinnan er unnin samhliða vinnuskólanum og fellst aðalega í almennum garðyrkjustörfum og öðrum umhverfistengdum verkefnum.
Vinnutími
Vinnutími og lengd sumarstarfs fer eftir fjölda umsókna.
Laun
Laun eru greidd út mánaðarlega.
Launaflokkur sumarstarfsfólks er 117-1. Taxti dagvinnu er 2.660,15kr. Taxti yfirvinnu er 4.491,98kr.
Krafist er stundvísi, ástundunar, reglusemi og kurteisi.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 455-2700 og netfanginu: skagastrond@skagastrond.is
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí og umsóknareyðublað má finna hér.
Öllum umsóknum verður svarað.