Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins 2012

„Bútar úr fortíð“

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins 2012

 

Þann 28. maí, (annan í Hvítasunnu) kl. 15.00 mun Íris Ólöf Sigurjónsdóttir opna sýningu sína „Bútar úr fortíð“ í Heimilisiðnaðarsafninu.

Íris hefur vakið athygli fyrir endurnýtingu og frumlega notkun hráefnis úr ýmsum áttum sem hefur verið einkennandi fyrir list hennar.

Við opnunarathöfnina mun hún og eiginmaður hennar Hjörleifur Hjartarson (úr dúettinum „Hundur í óskilum“) taka lagið.

Að vanda verður boðið upp á kaffi og kleinur, mjólk og kókómjólk fyrir börnin.

Aðgangur er ókeypis á opnunina og allir hjartanlega velkomnir.

 

Heimilisiðnaðarsafnið verður opið alla daga

frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10.00 – 17.00