Sunnlenskt skólafólk notar húnvetnskt hugvit

Huglægur matslisti Gerd Strand,  sem skólafólk beggja Húnavatnssýslna þróaði, hefur hlotið verðskuldaða athygli. 


Markmiðið með gerð listans er að færa kennurum sjö ára barna í hendur tæki sem þeir geta notað til að fá skýrari mynd af helstu færni- og getuþáttum sem hafa áhrif á gengi nemenda í skóla. Matslistann má nota sem almenna skimun en einnig til að meta þörf á nákvæmari greiningu barna sem sýna frávik. 


Sú tilgáta var höfð að leiðarljósi við gerð listans að því meira sem unnið er af greiningum, mati, skimunum og áætlunum af starfsfólki skóla þeim mun líklegra er að starfsemin verði í samræmi við getu, eðli og þarfir hvers og eins nemanda. Tilgangurinn er því að stuðla að enn markvissari og faglegri vinnubrögðum í grunnskólunum.


Nokkur  námskeið,sem veita þátttakendum réttindi til að nota matslistann, hafa þegar verið haldin. Síðasta námskeiðið var haldið fyrir sérkennara og kennara yngstu nemenda grunnskólanna á Suðurlandi, 31. október 2008.

 

Mynd: Sigríður Aadnegard, aðstoðarskólastjóri með nemendum  að loknu réttindatökunámskeiði á Selfossi.