Í gær fimmtudaginn 12. október fór fram verðlaunaafhending fyrir Sveitarfélag ársins 2023. Þetta er í annað sinn sem bæjarstarfsmannafélög innan BSRB ásamt Gallup gera viðhorfskönnun til síns félagsfólks. Í fyrra var Sveitarfélagið Skagaströnd í sjöunda sæti en var í því fjórða í ár.
Þau sveitarfélög sem verma fjögur efstu sætin og fá sæmdarheitið Sveitarfélag ársins 2023 eru Grímsnes- og Grafningshreppur, sem endaði í fyrsta sæti, Bláskógabyggð, sem var í öðru sæti, Sveitarfélagið Vogar, var í því þriðja, og Sveitarfélagið Skagaströnd í því fjórða.
Viðhorfskönnunin nær til níu þátta, stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjnaleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd vinnustaðar, ánægja og stolt og jafnrétti.
Þau bæjarstarfsmannafélög sem stóðu að könnuninni er Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Vestmannaeyja, Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu, Starfsmannafélag Húsavíkur og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi.
Niðurstöður viðhorfkönnunar Gallup má sjá hér
Ólafur Þór staðgengill sveitarstjóra tók við verðlaunum fyrir sveitarfélagið.