Sveitarfélagið Skagaströnd og Rarik undirrituðu á dögunum samning um afhendingu á vatni vegna uppbyggingu á baðlónum við Hólanes á Skagaströnd.
Sveitarstjórn tók samninginn fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar þann 15. desember sl. Í bókun sveitarstjórnar segir m.a.:
"...Í samræmi við samninginn sem gerður var milli Skagastrandar og RARIK í desember 2011 þá er í nýju samkomulagi milli sveitarfélagsins og RARIK áréttað að sveitarfélaginu verði tryggt vatn fyrir baðlaugar, en vegna ástands vatnsöflunar fyrir veituna þá er mælt um takmarkanir á afhendingu á heitu vatni til baðlauga á meðan verið er að leita að meira vatni. Sveitarstjórn fagnar því að RARIK tryggi afhendingaröryggi á vatni til sjóbaða og telur ljóst að miðað við gefnar forsendur muni umræddar takmarkanir ekki hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu og rekstur. Samningurinn var samþykktur samhljóða af sveitarstjórn og var sveitarstjóra falið að undirrita samninginn."
Sveitarfélagið fagnar þessum áfanga og er fullt eftirvæntingar að halda áfram að vinna að þessari mikilvægu uppbyggingu sem glæsilegu baðlónin við Hólanes verða fyrir Norðurland vestra.
Fyrir áhugasama má kynna sér verkefnið hér.