Svipmyndir frá Skagaströnd

Áhugaljósmyndarar eiga oft í fórum sínum einstakt safn mynda sem segja sögu liðinna ára. Skagaströnd státar af mörgum slíkum og hefur einn þeirra, Árni Geir Ingvarsson nú komið sér upp heimasíðu með eigin ljósmyndum og myndum úr safni Herberts Ólafssonar.  Það er ómetanlegt fyrir söguna að eiga aðgang að þessum myndum og gaman af þegar það er opnað öllum með aðgangi á netinu. Árni Geir hefur í gegnum tíðina tekið mikið af myndum og hafa þær mikið gildi þar sem þær segja sögu og þær breytingar sem skýrast koma fram þegar litið er um öxl. Hægt er að heimsækja myndasíðu Árna Geirs á slóðinni:

 

http://www.123.is/arnigeir/default.aspx?page=albums