Tækifæri í ferðaþjónustu

Þriðjudaginn 22. apríl 2008 kl. 17:00 mun Markaðsskrifstofa Norðurlands efna til fundar á Skagaströnd í samráði við atvinnuráðgjafa undir heitinu:

http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/Fundarboð.pdf 

 

Tækifæri í ferðaþjónustu

 

Fundurinn verður haldinn í litla salnum í félagsheimilinu Fellsborg og hefst kl. 17.00. Gert er ráð fyrir að honum verði lokið eigi síðar en 18.30.

 

Kjartan Lárusson framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands mun halda stutt erindi og ræða við fundargesti um möguleika í ferðaþjónustu á Skagaströnd og nágrenni.

 

Einnig mun Katrín Harðardóttir, verkefnisstjóri Markaðsskrifstofunnar mæta á fundinn.

 

Tilgangurinn með fundinum er að hvetja til uppbyggingar á ferðaþjónustu á Skagaströnd og nágrenni.

 

Víða leynast miklir möguleikar í margvíslegri afþreyingu sem styrkt getur búsetuþróun á svæðinu. Nefna má ýmiss konar rekstur:

 

Fjórhjólaferðir

Fuglaskoðun

Göngur og réttir

Gönguferðir

Gönguskíðaferðir

Heilsurækt

Hestaferðir

Hjólaferðir

Hvalaskoðun

Jeppaferðir

Kajaksiglingar

Miðnæturgolf

Minjagripasala

Snjósleðaferðir

Skoðunarferðir í bát

Skoðunarferðir í rútu

Silungsveiði

Sjóstangveiði

Sveitadvöl

Svæðisleiðsögn

Söfn og setur

Veitingar

Sagnaarfur

… og fleira ofl.

 

Margt af þessu þótti á sínum tíma alls ekki gáfulegt en þykir nú sjálfsagður og nauðsynlegur þáttur í þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn.

 

Allir eru velkomnir og er áhugasömum bent á að vekja athygli annarra á fundinum.

 

Sigurður Sigurðarson

markaðsráðgjafi

Sveitarfélagið Skagaströnd

Handsími 864 90 10

Netfang: radgjafi@skagastrond.is

Vefur: www.skagastrond.is