Tengiskilmálar hitaveitu

 

Tengiskilmálar hitaveitu

 

Framkvæmdum við lagningu hitaveitu er nú að ljúka þar sem dreifikerfi í þéttbýlinu á Skagaströnd er að verða fullfrágengið og reiknað með að stofnlögn milli Blönduóss og Skagastrandar verði frágengin á næstu tveimur vikum. Innan tíðar er reiknað með að starfsmenn RARIK eða verktaki á þeirra vegum hefji uppsetningu mælagrinda hitaveitunnar sem er sá hluti tengibúnaðarins sem verður í eigu hitaveitunnar. Hinn hlutann þarf húseigandi að leggja til. RARIK hvetur íbúa til þess að hafa greiðan aðgang að inntaki hitaveiturnar svo uppsetning mælagrinda gangi fljótt og vel fyrir sig. Ekki er komin endanleg dagsetning á það hvenær íbúum gefst kostur á að nýta vatnið, en þó má búast við að heitt vatn verði farið að renna til Skagastrandar um miðjan október og þá geti fyrstu hús tengst veitunni.

 

Á heimasíðu Samorku, (samorka.is) má finna TTH-Tæknilega tengiskilmála hitaveitna sem gilda um hitaveitur RAIK og fleiri veitur.

Vegna tengingar veitunnar og inntaka í húseignir er rétt að benda á kafla 6.1 í fyrrgreindum tengiskilmálunum.

6.1.1 Pípulagningameistari sækir um áhleypingu til hitaveitunnar fyrir hönd eiganda á þar til gerðu eyðublaði sem hitaveitan leggur til.

6.1.2 Hitaveitunni er heimilt að neita áhleypingu á tengigrind ef ekki hefur verið farið eftir þessum tengiskilmálum, reglugerð hitaveitunnar og öðrum gildandi sérskilmálum hennar. Pípulagningameistarinn ber fulla ábyrgð á því beina og óbeina tjóni eiganda og/eða hitaveitunnar sem af slíkri neitun kann að leiða.

6.1.3 Áður en hitaveitan hleypir vatni á lagnir notanda þurfa tengigjöld að vera greidd.

6.1.4 Aðeins fulltrúa hitaveitunnar er heimilt að hleypa vatni á lagnir notanda og fer það fram á eftirfarandi hátt:

6.1.4.1 Fulltrúi hitaveitunnar skolar heimæðina út um síu á inntaksgrind.

6.1.4.2 Fulltrúi hitaveitunnar hleypir vatni á tengigrind hitaveitunnar. Hann innsiglar búnað tengigrindarinnar skv. tengiskilmálum þessum og merkir mælibúnað.

6.1.4.3 Þegar tenging mælitækis hefur verið innsigluð, er heimilt að hleypa á hitakerfi eiganda án þátttöku fulltrúa hitaveitunnar.

6.1.4.4 Pípulagningameistari framkvæmir allar stillingar í stjórnbúnaði hitakerfis eiganda og tryggir að virkni þess uppfylli hönnunarmarkmið.

6.1.5 Hitaveitan ber ekki ábyrgð á kerfislegum rekstri hitakerfis. Eftir varanlega áhleypingu ber hitaveitan ekki ábyrgð á ef búnaður hennar eða eiganda, þ.m.t. mælibúnaður, verður fyrir frostskemmdum eða öðrum skemmdum þótt tímabundið rof verði á þjónustu eða ef loft kemst inn á lagnir vegna vinnu við veitukerfið.

Hér að neðan er slóð beint inn á tengiskilmálana inn á www.samorka.is

 

http://sw.swapp.lausn.is/doc/2398?wosid=false