05.11.2003
Það skein kæti úr hverju andliti þegar börnin á Leikskólanum
Barnabóli fóru út á leikvöllinn í morgun. Loksins, loksins... var hægt að
taka fram rassaþotur og snjóþotur og fara að renna sér. Einhver hafði
nú reynt að renna sér á hólnum í snjóleysinu fyrr í haust, en ekki gekk
það nú vel. En núna var hann loksins kominn „þessi hvíti og kaldi“ sem
svo margir höfðu beðið eftir, og þá var bara að drífa sig í
snjókarlagerðina. Hann var heldur ekki lengi að rísa, með hatt og staf
og skóna sér við hlið, stendur hann nú svo fínn í garðinum okkar á
Barnabóli. En Adam var ekki lengi í paradís, síðdegis tók sólin að
skína og snjókarlinn tók að bráðna. „ En það kemur kannski meiri snjór
á morgun“ sagði einhver með vonarhreim í röddinni.