Gengið verður á Spákonufell miðvikudagskvöldið 23. júní kl. 21:00. Mæting er við golfskálann að Háagerði, Skagaströnd.
Fararstjóri og sögumaður er Ólafur Bernódusson. Hann segir frá Þórdísi spákonu, kynnir staði er tengjast henni og afrekum hennar.
Tekst að finna gullkistu Þórdísar ? … Hver veit.
Upplifum Spákonufell á bjartri sumarnótt.
Eftir göngu er öllum boðið á kaffihlaðborð í golfskálanum að hætti Spákonuarfs.
Verð fyrir göngu (kaffihlaðborð innifalið) kr. 2.000 frítt fyrir börn 14 ára og yngri.
Posi á staðnum.
Allar nánari upplýsingar í síma 861 5089
Menningarfélagið Spákonuarfur