Ágætu Skagstrendingar!
Nú vorar sem óðast og senn líður að sjómannadegi. Það er því kominn tími til að taka til hendinni og þrífa eftir veturinn.
Laugardaginn 30. maí er skorað á íbúa að taka sig til og hreinsa bæði hjá sér og í sínu nánasta umhverfi.
Endurvinnslustöðin verður opin kl 13.00 -17.00 og ekkert gjald tekið fyrir þann úrgang sem berst þennan dag.
Fulltrúar í sveitarstjórn munu taka á móti þeim sem koma á endurvinnslustöðina kl 15.00-17.00 og bjóða upp á grillaðar pylsur eða annað góðgæti.
Þeir sem ekki hafa búnað til flutninga geta óskað eftir kerruþjónustu hjá áhaldahúsi í síma 774 5427.
Mánudaginn 1. júní verður haldinn íbúafundur um umhverfismál – Hann verður auglýstur sérstaklega.
Sveitarstjóri