Síðasta þriðjudag var hin árlega íþróttakeppni milli grunnskólanna í Húnavatnsþingi haldin hér á Skagaströnd. Að þessu sinni var keppt fótbolta, skotbolta, boðhlaupi, reiptogi og klifri í klifurveggnum. Keppnin var mjög spennandi en að lokum fór svo að Höfðaskóli bar sigur úr býtum.
Að lokinni íþróttakeppni var nemendum boðið upp á pizzur í Kántrýbæ og síðan var dansað fram eftir kvöldi í Fellsborg undir stjórn Dj. Söndru.
Þessi dagur var hinn skemmtilegasti og gaman að fylgjast með þessum 190 nemendum skemmta sér saman í keppni og leik.