Til sölu er skrifstofuhúsnæði að Túnbraut 1-3, Skagaströnd

Um er að ræða skrifstofuhúsnæði á 3. hæð, alls 253 m2.
Húsið var byggð 1986 og er steinsteypt.

Á hæðinni eru skrifstofurými og stakar skrifstofur.

Húsið er almennt í góðu ástandi og hafa endurbætur staðið yfir á húsnæðinu að hluta.
Þriðja hæðin þarfnast lagfæringar.

Góður inngangur er í húsið og stigi upp á 3. hæð.
Seljandi mun setja upp lyftu í húsið.
Í húsinu eru fyrirtæki og stofnanir á borð við Sveitarfélagið Skagaströnd, Landsbankinn og Vinnumálastofnun.

Fasteignamat eignarinnar er nú kr. 24.650.000 og brunabótamat kr. 132.100.000
Eigandi er Sveitarfélagið Skagaströnd, kt. 650169-6039
Komi til sölu eignarinnar verða matshlutar 3. hæðarinnar sem eru tveir, sameinaðir.

Nánari upplýsingar veitir starfandi sveitarstjóri í gegnum netfangið sveitarstjori@skagastrond.is

Tilboð skulu hafa borist á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is til og með 12. ágúst 2024.

Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.