varðandi boðaða vinnustöðvun Félags leikskólakennara
fimmtudaginn 19. júní 2014.
Leikskólakennarar efna til vinnustöðvunar 19. júní næstkomandi hafi ekki náðst að semja um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í FL samþykkti að efna til vinnustöðvunarinnar í atkvæðagreiðslu sem stóð yfir dagana 28. maí til 2. júní sl.
Ef ekki semst fyrir 19. júní verður ekki tekið á móti nemendum í leikskólanum Barnabóli þar sem báðir deildarstjórar leikskólans eru í Félagi leikskólakennara sem hefur boðaða vinnustöðvun fyrir sína félagsmenn.
Leikskólanum Barnabóli 16. júní 2014
Þórunn Bernódusdóttir
Leikskólastjóri