Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi A-Hún 2004-2016

Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu auglýsir skv. 1. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á svæðisskipulagi á jörðunum Sölvabakka í Blönduósbæ, Hnjúkum í
Blönduósbæ og Öxl II í Húnavatnshreppi. 
 
Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingar á svæðisskipulaginu:
  1. Landbúnaðarsvæði í landi Sölvabakka breytt í sorpförgunar- og efnistökusvæði. 
  2. Landbúnaðarsvæði og opnu svæði til sérstakra nota austan við Blönduós breytt í iðnaðar- og athafnasvæði 
  3. Landbúnaðarsvæði á Öxl II í Húnavatnshreppi breytt í verslunar- og þjónustusvæði og opið svæði til sérstakra nota. 
Breytingartillagan, greinargerð og umhverfisskýrsla verður til sýnis á eftirfarandi stöðum; Skrifstofu Húnavatnshrepps, Húnavöllum, 541 Blönduósi, skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós, skrifstofu sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, skrifstofu Skagabyggðar, Örlygsstöðum 2, 545 Skagaströnd og á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík frá 6. júlí 2009 til 4. ágúst 2009. 
 
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. 
 
Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 18. ágúst 2009. Skila skal athugasemdum á þeim stöðum sem gögnin eru til sýnis og eru nefndir hér að ofan og skulu þær vera skriflegar. 
 
Þeir sem ekki gera athugasemdir viðbreytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. 
 
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur Húnavatnssýslu