03.02.2004
Grænlenski togarinn Arctic Wolf frá Ilulssat hefur verið
við tilraunaveiðar á krabba undan farnar vikur á nokkrum
stöðum við landið. Hafa þeir m.a. reynt fyrir sér við
Breiðafjörðinn. Skipið er í höfn á Skagaströnd þessa
dagana en búið er að leggja krabbagildur í Húnaflóa og
beðið er eftir heppilegu veðri til að vitja um aflann.
Skipið var leigt til veiða fyrir E. Ólafsson, íslenska
útgerð en áhöfnin mun vera að hluta til erlend. Arctic
Wolf hefur verið við krabbaveiðar við Grænland á liðnum
árum og náð góðum árangri með þær veiðar.