Tilslakanir á heimsóknartímum HSN á Blönduósi

Okkur er það sönn ánægja að tilkynna ykkur að tilslakanir verða á heimsóknartímum.

Munið samt að áfram þarf að fylgja reglum almannavarna, virða fjöldatakmarkanir og ítrustu sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum þar sem starfsmenn heimilanna hafa ekki verið bólusettir.

Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s handþvott og handsprittun.

Eftirfarandi heimsóknarreglur gilda frá og með 1. febrúar 2021.

  • Opið er fyrir heimsóknir og tveir gestir (koma saman) geta komið í heimsókn til íbúa hvern dag. Börn yngri en 18 ára eru velkomin og teljast þau þá annar af þessum tveimur gestum. Gestir mega ekki dvelja í almennum rýmum, heldur eingöngu inni hjá íbúa.
  • Ennþá þarf að panta heimsóknartíma, hafið samband í síma 432-4100
  • Heimsóknartíma alla daga eru frá kl. 13:00 – 17:00 um helgar frá kl. 10:00 – 17:00.
  • Undanþága frá ofangreindum reglum er aðeins veitt við mikil veikindi og þarf leyfi frá vakthafandi hjúkrunarfræðingi.
  • Íbúum er nú heimilt að fara í bíltúr, göngutúr, heimsóknir og fjölskylduboð til ættingja og vina, en þurfa að gæta sérstaklega að sóttvörnum þegar þeir koma til baka inn á heimilið, þar sem hver sem er getur borið með sér smit þó að viðkomandi hafi verið bólusettur.
    Starfsmenn heimilanna hafa ekki verið bólusettir.
  • Gestir eru beðnir um að sinna eigin sóttvörnum í hvívetna. Fólk sem kemur erlendis frá verður að hafa lokið sóttkví og neikvæð niðurstaða seinni sýnatöku þarf að liggja fyrir. Gott er að láta 3 daga líða til viðbótar áður en komið er inn á hjúkrunarheimili.
  • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
  • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu, gestir mega taka niður grímur inni á herbergi.
  • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
  • Virðið 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
  • Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur til heimsókna.

Vinsamlega EKKI koma í heimsókn ef:

  • Þú ert í sóttkví eða einangrun.
  • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).Þú varst erlendis og hefur ekki fengið neikvæða niðurstöðu úr seinni sýnatöku.

Við minnum á að baráttunni við faraldurinn er ekki lokið og biðlum til fólks að virða sóttvarnareglur til að koma í veg fyrir að smit berist inn á heimilin.
Þó svo að flestir íbúar hafi verið bólusettir þá á það sama ekki við um starfsfólkið.


Má þakka bæði aðstandendum og starfsfólki fyrir að leggja sitt af mörkum og vera til fyrirmyndar.

Kærar þakkir fyrir samstöðuna.

Kær kveðja, Sigurbjörg Birgisdóttir, deildarstjóri.