Tjaldsvæðið Höfðahólum til leigu

Tjaldsvæðið Höfðahólum á Skagaströnd er laust til leigu. Óskar sveitarfélagið eftir því að gera samning um umsjón og rekstur tjaldsvæðis til amk eins árs.

Tjaldsvæðið í Höfðahólum er á skjólsælum og rólegum stað efst í byggðinni og horfir á móti sólu. Í miðju svæðisins er gamall bæjarhóll þar sem bærinn Höfðahólar stóðu. Svæðið er í fallegu umhverfi og nýtur skjóls til norðurs og austurs af lágum klettahólum sem kallaðir eru Hólaberg.
Runnar skipta svæðinu upp í nokkra reiti sem skapa þægileg umhverfi fyrir tjöld, húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Rafmagnstenglar eru á nokkrum stöðum. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn í spennandi náttúrlegu umhverfi. Í þjónustuhúsinu eru sturta, vatnssalerni, þvottavél og aðstaða til uppþvotta.

 

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar eða á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is og er umsóknarfrestur til og með 1. mars. 2021. 

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 455-2700 eða sveitarstjori@skagastrond.is