04.09.2004
Togarinn Örvar HU 2 sem fara átti í slipp í Póllandi á
næstu dögum fer ekki fyrr en í byrjun janúar á næsta
ári. Ástæður þessarar seinkunar er að
skipasmíðastöðin sem átti að taka hann upp hefur
mikið af verkefnum og seinkaði því slipptökunni.
Togarinn kom inn til löndunar fyrir mánaðarmótin og
landaði rúmum 250 tonnum af unnum afurðum. Afli
skipsins í síðustu veiðiferð mun því hafa verið nærri 350
tonn upp úr sjó, aðallega grálúða. Aflaverðmæti var um
65 milljónir króna eftir 38 úthaldsdaga. Örvar mun halda
til veiða í næstu viku á þriðjudag - miðvikudag.