Togarinn Örvar kom í höfn á Skagaströnd sl. mánudag eftir rúmlega 5 sólarhringa siglingu frá Póllandi.Skipið fór í slipp í Gdyna í byrjun janúar og voru gerðar á því talsverðar breytingar. Skut skipsins var slegið út, fiskmóttaka stækkuð og klæðning á millidekki endurnýjuð. Örvar var einnig sandblásinn og málaður hátt og lágt og er nú hinn glæsilegasti. Má segja að það hafi verið gömlum Skagstrendingum mikið gleðiefni að sjá skipið málað í togaralitum Skagstrendings. Örvar fer á veiðar eftir uþb. 10 daga en nú er unnið að því að setja veiðarfæri um borð í skipið og ganga frá vinnslubúnaði á millidekki.