Síðustu vikurnar hefur verið unnið að endurbótum á Háagerðisvelli. Lagt var malarlag á planið við klúbbhúsið og áhaldageymsluna. Verið er að setja niður nýja rotþró og frárennslislagnir. Flötin á braut 5 var endurmótuð og nýtt gras lagt á hana, auk þess sem næsta umhverfi flatarinnar var endurbætt. Þökurnar koma frá Suðurlandi og er grasið sérstakt „golfvallargras“. Sorphreinsun Vilhelms hefur unnið að öllum þessum verkefnum . Félagar í golfklúbbnum hafa einnig unnið að þökulagningunni.
Þessa dagana er boðið upp á golfkennslu fyrir íbúa Skagastrandar. Kennari er Hulda Birna Baldursdóttir. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á golfvöllinn og reyna sig við þessa skemmtilegu og áhugaverðu íþrótt.
Golfklúbbur Skagastrandar