Tónleikar á Skagaströnd 13. apríl !!

 

 

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika í Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 13. apríl, kl. 17. Kórinn, sem skipaður er um 80 manns, er undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur en hún hefur stjórnað honum frá upphafi. Þorgerður hlaut nýlega heiðursverðlaun við afhendingu hinna árlegu íslensku tónlistarverðlauna.

 

Á efnisskrá kórsins eru íslensk og erlend tónverk og eru verkin mjög fjölbreytt að gerð og uppbyggingu og gefa kórnum tækifæri til margvíslegrar túlkunar.

 

Enginn aðgangseyrir er tekinn af tónleikagestum og eru allir velkomnir til að hlusta á þennan frábæra kór sem getið hefur sér gott orð, bæði hér á landi og erlendis, enda eftirsóttur á tónleikahátíðir víða um heim.