Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði heldur tónleika í Hólaneskirkju þriðjudaginn 16. apríl nk.
Kórinn var stofnaður á haustdögum 2010 og hefur á að skipa um 40 kórfélögum.
Undirleikari er Rögnvaldur Valbergsson og kórstjóri Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Einsöngvarar eru Ólöf Ólafsdóttir og Sigríður Margrét Ingimarsdóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.
Aðgangseyrir kr. 2.500,- og athygli vakin á að ekki verður hægt að greiða með greiðslukortum.
Allir velkomnir.