Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin fimmta árið í röð í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki, dagana 14.- 16. ágúst 2014.
Um næstu helgi gefst tónlistarunnendum einstakt tækfæri að taka þátt í árlegum viðburði í litlu sjávarplássi úti á landi. Stór geymslusalur, sem hýsir gærur í stöflum stóran hluta ársins, er í ágúst tæmdur til að rýma fyrir stóru sviði og fólki sem vill skemmta sér og hlusta á góða tónlist. Það eru yfir 100 hæfileikaríkir tónlistarmenn sem skipa þau 24 tónlistaratriði sem koma fram á
hátíðinni. Þar á meðal eru heitustu nöfn dagsins í dag ásamt stærstu nöfnum morgundagsins. Sauðárkrókur iðar af lífi þegar Tónlistarhátíðin Gæran stendur yfir og er þetta upplifun sem engin má missa af! Örfáar breytingar hafa orðið á þeim listamönnum sem koma fram í ár, en þeir eru:
Fimmtudagur:
Hafdís Huld, Sister Sister, Hlynur Ben, Val--‐kirja og Bergmál.
Föstudagur:
Kiriyama family, Úlfur Úlfur, HIMBRIM, Johnny and the rest, Myrká, The Bangoura band, Sjálfsprottin spévísi, Una Stef, Klassart og Boogie Trouble.
Laugardagur:
Dimma, Reykjavíkurdætur, Nykur, Rúnar Þóris, Kvika, Mafama, Skúli Mennski,
Beebee and the Bluebirds og Sunny side road.
Nú er undirbúningur fyrir hátíðina á lokastigi og standa aðstandendur hátíðarinnar ásamt stórum hópi sjálfboðaliða í ströngu að því að vinna þau fjölmörgu handtök sem þarf til. Dagskrá hátíðarinnar teygir sig yfir þrjá daga. Sólóistakvöld verður haldið á fimmtudeginum 14. ágúst á
Skemmtistaðnum Mælifelli og tónleikarnir á föstudeginum 15. og laugardeginum 16. verða á aðalsvæði hátíðarinnar. Það er 18 ára aldurstakmark en yngri tónlistarunnendur eru velkomnir í
fylgd með foreldri/forráðamanni, 12 ára og yngri fá frítt inn. Miðasala er hafin á midi.is og í Gestastofu Sútarans á Sauðárkróki og kostar einungis 6.500kr inn á hátíðina.
Bestu
Kveðjur frá Sauðárkróki!
Laufey Kristín s. 823 8087
Sigurlaug Vordís s. 618 7601