Tunglið tyllti sér eitt andartaka á Litla-spena í Spákonufelli og karlinn leit niður á mannlífið við Höfðann með nokkurri velþóknun. Þeir sem lögðu leið sína um nálægt hinu fagra fjalli gátu heyrt hann tuldra með sér að þarna væri nú flest allt í góðu standi. Hann ætti svosum að vita það enda víðförull með afbrigðum, fer víða um heiminn á hverri nóttu.
Svo hélt hann áfram ferð sinn, en þeir sem eftir stóðu veltu fyrir sér hvort tunglferðir séu ekki með öllu óþarfar því tíðum staldrar tunglið við ofan á Spákonufelli og grípur í spenann.
Ráð er að tvísmella á myndina og birtist hún þá svo stór að hugsanlega má greina augnlit karlsins í tunglinu.