Umhyggjudagurinn laugardaginn 26. ágúst. Frítt í sund og börnin fá glaðning frá Umhyggju meðan byigðir endast

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Við bjóðum m.a. upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu og lögfræðiráðgjöf fyrir foreldra, niðurgreidd námskeið fyrir systkini, fjárstyrki, orlofshús, aðstoð við réttindabaráttu ásamt ráðgjöf til fjölskyldna og fagaðila.

Nánar um félagið inn á www.umhyggja.is

Umhyggjudagurinn verður haldinn laugardaginn 26. ágúst og í tilefni þess er frítt í sundlaug Skagastrandar þann dag!

Börn sem heimsækja okkur á Umhyggjudeginum fá glaðning frá félaginu á meðan birgðir endast.

Vonumst til að sjá sem flesta!